LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 23:39

Óvissir farţegar WOW kvarta undan skorti á upplýsingaflćđi

FRÉTTIR

Síđasti séns í kvöld ađ sjá strákana okkar fyrir EM

 
Handbolti
08:30 06. JANÚAR 2016
Aron Pálmarsson snýr aftur í Krikann.
Aron Pálmarsson snýr aftur í Krikann. VÍSIR/EVA BJÖRK

Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta spila síðasta heimaleikinn sinn fyrir EM 2016 í kvöld í Kaplakrika á móti Portúgal.

Leikurinn hefst klukkan 19.30 og má kaupa miða hér. Á morgun mætast liðin aftur en þá spilar B-liðið á meðan A-liðið ferðast til Þýskalands þar sem það spilar síðustu vináttuleikina fyrir Evrópumótið í Póllandi.

Sjá einnig: Svona komast handboltastrákarnir okkar á ÓL í Ríó

Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska liðsins, spilar 100. landsleikinn í kvöld á sínum gamla heimavelli, en þetta verður jafnframt fyrsti leikur Arons með landsliðinu í Kaplakrika, hans gamla heimavelli.

Íslenska liðið hefur aðeins einu sinni spilað í Krikanum síðan Aron kom inn í landsliðið en það var á móti Argentínu 2012 þegar hann var ekki með.

Ísland mætti Portúgal síðast í þremur vináttuleikjum í júní í fyrra þar sem liðið var á flakki um landið og spilaði á Ísafirði, í Ólafsvík og í Austurbergi. Ísland vann tvo af leikjunum þremur en tapaði leiknum í Ólafsvík með fimm marka mun.

Síðast þegar Ísland mætti Portúgal í síðasta heimaleik fyrir EM stóðu strákarnir okkar uppi með bronsverðlaun á Evrópumóti.

Ísland mætti Portúgal og vann með tíu mörkum, 37-27, í Laugardalshöll 13. janúar 2010. Það spilaði svo tvo leiki á æfingamóti í Frakklandi áður en haldið var til Austurríki þar sem íslenska liðið náði í brons eftir sigur á Póllandi í leiknum um þriðja æstið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Síđasti séns í kvöld ađ sjá strákana okkar fyrir EM
Fara efst