Erlent

Síðasti maðurinn til að stíga fæti á tunglið er látinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gene Cernan steig á tunglið árið 1972 og gerði það enginn á eftir honum.
Gene Cernan steig á tunglið árið 1972 og gerði það enginn á eftir honum. Vísir/Getty
Bandaríski geimfarinn, Gene Cernan er látinn, 82 ára gamall. Hann var síðasti maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið áður en Bandaríkin hættu tunglferðum sínum. BBC greinir frá.

Í tilkynningu frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA kemur fram að mikil sorg fylgi því að sjá á eftir Cernan. Hann var einn af einungis þremur manneskjum sem farið hafa á tunglið tvisvar. Tólf manns hafa stígið fæti á tunglið og eru nú einungis sex af þeim enn lifandi.  

Cernan fór í síðustu för NASA til tungslins árið 1972 með Apollo 17 geimferjunni.  Fyrir þá geimför hafði hann ferðast tvisvar sinnum út í geim, árin 1966 og 1969.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×