Innlent

Síðasti dagur strandveiði

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Stefán
Síðasti dagur strandveiða á þessu ári er í dag. Ágústkvótinn er þegar uppurinn á þremur veiðisvæðum af fjórum, en lítilræði er eftir óveitt á Suðursvæðinu. Margir Strandveiðibátar héldu frá Höfn í Hornafirði undir morgun til að reyna að ná í afgang kvótans.

Það er líka síðasti dagur fiskveiðiársins og eru margir bátar búnir með kvóta sína og bíað eftir nýju fiskveiðiári um miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×