Erlent

Síðasti corgi-hundur Elísabetar drottningar dauður

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Á myndinni má sjá tíkina Willow ásamt eiganda sínum, Elísabetu II. Bretadrottningu, og Daniel Craig.
Á myndinni má sjá tíkina Willow ásamt eiganda sínum, Elísabetu II. Bretadrottningu, og Daniel Craig. Visir/AFP
Tíkin Willow var svæfð sunnudaginn síðastliðinn eftir baráttu við krabbamein. Dauði hennar markar tímamót en þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1933 sem þjóðhöfðingi Englands á ekki corgi-hund.

Willow var af fjórtándu kynslóð corgi-hunda í eigu Elísabetar II. en fyrstu tíkina fékk Elísabet afmælisgjöf, átján ára gömul. Alls hefur drottningin átt rúmlega 30 corgi hunda um ævina en þegar mest var hlupu þrettán kátir corgi-hundar um ganga Buckingham-hallar.

Hundarnir hafa þeir verið eitt af einkennum drottningarinnar í gegn um tíðina. Þegar að stæla á drottninguna, hvort sem það er í leiknum sketsum eða á skopteikningum, fylgja hundarnir iðulega með. Sagt er að drottningin líti á hundana sem hluta af fjölskyldu sinni, fari með þá í daglega göngutúra og gefi þeim sjálf að borða.

 

Á myndinni má ekki sjá Elísabetu drottningu, Vilhjálm prins, Katrínu hertogaynju né nokkurn af hundum drottningarinnar.Vísir / Getty
Drottningin á enn tvo hunda, Vulcan og Candy, sem eru blanda af tegundunum corgi og dachshund. Það var systir drottningarinnar, Margrét prinsessa, sem kynnti dachshund-tegundina til sögunnar í konungsfjölskyldunni.

Ástæðan fyrir því að drottningin hefur hætt að rækta upp hundana er heldur nöturleg. The Telegraph hafði eftir nánum samstarfsmanni drottningarinnar árið 2015 að ástæðan fyrir því að hún hefði hætt að rækta upp hundana væri sú að hún vildi ekki skilja eftir neina hunda að sér látinni. Elísabet II. Bretadrottning á afmæli á laugardaginn, þann 21. apríl, en hún verður þá 92 ára gömul.

Systurnar Elísabet og Margrét leika við corgi-hund í júní, 1936.Vísir / Getty

Tengdar fréttir

Filippus undir skurðarhnífinn

Filippus prins, hertoginn af Edinborg, og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, mun fara í mjaðmaaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×