MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 06:30

Átta dauđsföll vegna alvarlegra atvika sem urđu á Landspítala

FRÉTTIR

Síđasta dreifing fyrir Landgrćđslu

 
Innlent
00:01 10. MAÍ 2005

Landgrćđsluflugvélin Páll Sveinsson hóf í gćr sína síđustu áburđardreifingu á vegum Landgrćđslunnar og lýkur fluginu í nćstu viku. Í nćsta mánuđi verđur ţessi fornfrćga flugvél afhent Ţristavinafélaginu sem vonast til geta haldiđ henni áfram flughćfri.

Landgrćđsluvélin Páll Sveinsson er ađ sinna sínu síđasta verkefni á vegum Landgrćđslunnar. Búiđ er ađ dćla fjórum tonnum af áburđi um borđ og búiđ ađ fylla hana af eldsneyti. Ţađ er ţví ekkert ađ vanbúnađi ađ rćsa hreyflana.

Fátt vekur jafn mikla hrifningu íslenskra flugáhugamanna en ađ sjá ţessa fornu flugvél fara af stađ á vorin. Í ţeirra augum er hún vorbođinn ljúfi. Björn Bjarnason, umsjónarmađur áburđarflugs, segir ađ ţađ lifni yfir fólki í borginni og ţađ hringi í hann og tjái honum ađ ţví finnist gaman ađ heyra í vélinni.

Jafnvel vélarhljóđin ţykja fegurri en í öđrum vélum. Annađ einkenni er stélhjóliđ en hún er stćrsta stélhjólsflugvél landsins og vegna ţessa sérkennis er flugtakiđ óvenjulegt ađ ţví leyti ađ hún lyftir stélinu snemma í flugtaksbruninu löngu áđur en hún sjálf tekst á loft. Og ţá fyrst fá flugmennirnir ţokkalega sýn á flugbrautina.

Ţađ er veriđ ađ leggja upp í tíu mínútna flug austur í Selvog. Ţar á ađ sleppa áburđarfarminum á sandflćmi sem veriđ er ađ grćđa upp vestur af Ţorlákshöfn. Flogiđ er međ fram Kleifarvatni og stefnan tekin á Strandarkirkju. Ţegar byggđin í Selvogi nálgast er flugiđ lćkkađ niđur í um 200 fet. Flugmennirnir ţeir Tómas Dagur Helgason og Sverrir Ţórólfsson, búa sig undir ađ hefja áburđardreifinguna en ţađ tekur um ţrjár mínútur ađ losa farminn.

Ađ ţessu sinni tekur áburđaflug sumarsins ađeins sjö daga og ţví verđur lokiđ upp úr nćstu helgi. Ađspurđur hvort honum finnist ekki synd ađ nýta vélina ekki meira en raunin er segir Björn ađ vélin sé einn afkastamesti áburđardreifari á Íslandi og ţađ vćri gaman ef hún fengi ađ gera svolítiđ meira. Nćg séu verkefnin. Björn segir ađ meiri vinna sé unnin međ tćkjum á jörđu niđri, en bćđi bćndur og Landgrćđslan grćđi landiđ.

Flugmennirnir eru báđir flugstjórar hjá Flugleiđum. Svo vill til ađ flugstjórinn, Tómas Dagur, er formađur nýstofnađs Ţristavinafélags. Hann segir ađ Ţristavinafélagiđ fái vélina afhenta í júní. Ţá muni félagiđ vćntaleg dreifa áfram áburđi fyrir Landgrćsluna og eins ćtli félagiđ ađ reyna ađ fá fyrirtćki í landinu til ađ hjálpa til viđ uppgrćđsluna og ađ halda vélinn gangandi.

Ađspurđur hvađ ţađ sé viđ vélina sem heilli flugmenn svo mikiđ segir flugmađurinn Sverrir Ţórólfsson ađ ţađ sé karakterinn í henni. Hún sé einstök og skemmtileg en erfitt sé ađ útskýra ţađ betur. Hún er komin á sjötugsaldur, var smíđuđ sem herflugvél áriđ 1943. Flugfélag Íslands eignađist vélina eftir stríđ áriđ 1946 og hét hún Gljáfaxi til ársins 1973 ađ Landgrćđslan hlaut hana ađ gjöf. Um fjögurhundruđ manns hafa ţegar gengiđ í Ţristavinafélagiđ.

Enn er hćgt ađ gerast stofnfélagi međ ţví ađ skrá sig á heimasíđu Landgrćđslunnar og á síđunni dc-3.is.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Síđasta dreifing fyrir Landgrćđslu
Fara efst