Viðskipti erlent

Síðasta andvarp Mac

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ný MacBook Pro.
Ný MacBook Pro.
Allir sem eiga eða hafa átt Apple tölvu þekkja andvarps hljóðið sem kemur þegar verið er að kveikja á tölvunum. Forsvarsmenn tæknirisans hafa hins vegar ákveðið að hætta að nota hljóðið.

Eigendur nýju MacBook Pro sem kynnt varí síðustu viku munu ekki heyra hljóðið lengur þegar þeir kveikja á tölvum sínum.

Business Insider greinir frá því að hljóð hafi fylgt því að ræsa Mac tölvur frá því á níunda áratug síðustu aldar. Með útgáfu iMac G3 árið 1998 kom nýjasta hljóðið sem flestir þekkja.

Líklega er búið að taka út hljóðið þar sem að nýja MacBook Pro er ekki með takka til að kveikja á henni eins og aðrar tölvur úr smiðju Apple heldur kveiknar á henni hvenær sem er svo lengi sem hún er með batterí . Því þarf ekki lengur hljóð til að gefa til kynna að verið sé að ræsa vélina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×