Innlent

Síðari síldarvertíðin hafin

Gissur Sigurðsson skrifar
Fyrsti farmurinn kom til Hafnar í Hornafirði á miðnætti.
Fyrsti farmurinn kom til Hafnar í Hornafirði á miðnætti. vísir/vilhelm
Síðari síldarvertíðin í ár er hafin og snúast veiðarnar nú að íslensku sumargotssíldinni, en á fyrri vertíðinni var veitt úr norsk-íslenska síldarstofninum.

Ásgrímur Halldórsson SF kom með fyrsta farminn af íslensku síldinni til Hafnar í Hornafirði á miðnætti og er nú verið að landa úr skipinu, en nokkur skip eru við veiðar eða á leið á miðin, sem eru vestur af Snæfellsnesi.

Síldin virðist halda sig á svipuðum slóðum og í fyrra, en fyrir nokkrum árum veiddist hún inn um allan Breiðafjörð, allt inn að Stykkishólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×