Lífið

Síðan hrundi vegna tilkynningar Emmu Watson

Baldvin Þormóðsson skrifar
Emma Watson er ötul baráttukona gegn mannréttindabrotum.
Emma Watson er ötul baráttukona gegn mannréttindabrotum. vísir/getty
Það er mun meira en bara leikarahæfileikar á bakvið Emmu Watson en hún hefur verið ötul baráttukona gegn mannréttindabrotum í heiminum.

Nýlega var Watson ráðin sem velgjörðarsendiherra UN Women samtakanna en hún mun vinna að því að hvetja ungar konur til dáða.

Tilkynningin á vefsíðu UN Women vakti hinsvegar svo mikla athygli að síðan hrundi vegna álags og birtu samtökin afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Twitter og sögðu að síðan yrði komin í lag innan skamms.

Þetta er vald Emmu Watson, hún vekur hrifningu heimsins, segir Elizabeth Nyamayaro í viðtali við vefsíðuna Mother Jones um atvikið en hún er í forsvari fyrir UN Women samtökin.

Emma Watson er ekki einungis gáfuð, heldur hefur hún gríðarlega ástríðu fyrir málefnum ungra stúlkna, segir Nyamayaro í viðtalinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×