Erlent

Shkreli stuðaði þingmenn

Samúel Karl Ólason skrifar
Martin Shkreli svaraði ekki spurningum þingmanna.
Martin Shkreli svaraði ekki spurningum þingmanna. Vísir/Getty
Hataðasti milljarðamæringur heims, Martin Shkreli, hefur nú fengið bandaríska þingmenn upp á móti sér. Hann var kallaður fyrir þingnefnd í gær þar sem hann var spurður spjörunum úr varðandi fimm þúsund prósenta verðhækkun sína á lyfjum sem nýtast alnæmissjúklingum.

Í stað þess að svara spurningum þingmanna, sat Shkreli fastur fyrir og neitaði að svara. Þess í stað tjáði hann sig á Twitter að fundinum loknum og kallaði þingmennina fífl.

Þingmennirnir notuðu þó tækifærið og predikuðu yfir þögulum Shkreli um langt skeið. Eftir fundinn veltu þingmennirnir fyrir sér hvort þeir ættu að ávíta Shkreli fyrir að sýna þinginu vanvirðingu.

Shkreli var harorður eftir fundinn.
Shkreli á yfir höfði sér ákæru vegna fjársvika og gætu verið dæmdur til fangelsisvistar.

Nokkrum klukkustundum eftir að fundinum lauk sendi lögmaður Shkreli frá sér tilkynningu þar sem hann segist hafa skipað honum að svara spurningunum ekki. Benjamin Brafman tók einnig fram að Shkreli hafi ekki viljað sýna þingmönnum óvirðingu, heldur hafi hann verið reiður yfir því að þurfa að sitja undir röngum ásökunum og ekki geta leiðrétt þingmennina.

Hann sagði Shkreli vera bráðgáfaðan visindamann sem væri að reyna að bjarga mannslífum. Hann væri ekki illmenni og ekki slæmur stákur. Ef eitthvað væri hann hetja.

Samantekt NYTimes
Samantekt USA Today Fundurinn í heild sinni Hann reyndi að flýja í rangan bíl.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×