Lífið

Shia Labeouf handtekinn í beinni útsendingu á Facebook

Anton Egilsson skrifar
Leikarinn frægi kom sér í klípu.
Leikarinn frægi kom sér í klípu. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Shia Labeouf var í dag handtekinn á götu úti í New York borg og það í beinni útsendingu á Facebook Live. Fox greinir frá þessu.

Þegar lögreglu bar að garði var Labeouf staddur ásamt meðlimum í andspyrnuhópnum „He will not divide us” eða „Hann mun ekki sundra okkur” en hópurinn var saman kominn til að mótmæla Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Samkvæmt lögreglu á hinn þrítugi Labouef skömmu áður en myndbandinu var streymt að hafa hrifsað í trefil manns sem var á öndverðum pólitískum skoðunum en hann sjálfur með þeim afleiðingum að maðurinn fékk skrámur í andlitið.

Í myndbandi af atvikinu sem sjá má hér að neðan sést þegar lögreglan mætir á svæðið í miðri útsendingu hópsins en Labeouf reyndi tvívegis að tala lögregluna til áður en hún setti hann í handjárn og flutti á brott.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×