Viðskipti erlent

Shell lækkaði eldsneyti um 66 prósent í Kanada

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Verðið lækkaði umtalsvert í gær.
Verðið lækkaði umtalsvert í gær.
Þrjátíu ár eru síðan fyrirtækið Shell hóf störf við olíuhreinsun í Alberta í Kanada og af því tilefni ákvað fyrirtækið að bjóða upp á þrjátíu ára gamalt verð á eldsneyti á völdum bensínstöðvum. Lítrinn kostar yfirleitt 1,19 dali, eða um 128 íslenskar krónur, en eftir lækkunina fór verðið á lítranum niður í 43 krónur.

Lækkunin gilti aðeins í gær og mynduðust miklar biðraðir, enda verðið búið að lækka um 66 prósent.

Kanadískir fjölmiðlar sýndu þessari tímabundnu verðlækkun mikinn áhuga. Rætt var við Dave Dupuis, sem var fremstur í röðinni við eina af þeim bensínstöðvum sem seldi hið ódýra eldsneyti. Hann hafði beðið í þrjá klukkutíma þegar rætt var við hann. Hann sagðist spara næstum því tíu þúsund krónur á því að kaupa eldsneyti á tilboði.

Á Twitter lýstu margir yfir ánægju sinni, eins og má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×