Viðskipti erlent

Shell kaupir BG Group á 9.500 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Ben van Beurden, forstjóri Shell.
Ben van Beurden, forstjóri Shell. vísir/afp
Shell hyggst kaupa gas- og olíufyrirtækið BG Group á 47 milljarða breskra punda, um 9.500 milljarða króna.

BG Group er þriðja stærsta orkufyrirtæki Bretlands með yfir 5.200 starfsmenn í 24 löndum.

Kaupin verða líklega ein þau stærstu á árinu en samanlagt virði fyrirtækjanna um 200 milljarðar punda eða 40.000 milljarðar íslenskra króna.

Í frétt BBC er sagt frá því að Shell heyi nú varnarbaráttu líkt og önnur olíufélög eftir að verð olíu hefur fallið um helming frá því í sumar. Hagnaður Shell dróst saman um 8 prósent á síðastara ári. Shell hyggst skera niður útgjöld fyrirtækisins um yfir 10 milljarða punda á næstu þrem árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×