Enski boltinn

Shearer um mikilvægi Ibrahimovic: Stórkostlegt fyrir ungu strákana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic og Alan Shearer.
Zlatan Ibrahimovic og Alan Shearer. Vísir/Samsett/Getty
Zlatan Ibrahimovic er orðinn kóngurinn á Old Trafford þrátt fyrir aðeins nokkra mánuði með Manchester United og sumir eru meira að segja farnir að líkja honum við kónginn Eric Cantona.

Zlatan Ibrahimovic varð 35 ára í október og kom til Manchester United á frjálsri sölu. Hann hefur núna skorað 24 mörk í 37 leikjum og er langmarkahæsti leikmaður félagsins.

Alan Shearer, 260 marka maður í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma, skrifar pistil um Zlatan á BBC en Shearer starfar núna sem knattspyrnuspekingur í Match of the Day þættinum á BBC.

„Það eru ekki bara mörkin sem skipta máli heldur einnig áhrif hans á liðsfélaga. Menn hafa líkt þessu við hvernig áhrif Eric Canton hafði á liðsfélagana og ég skil af hverju,“ skrifar Alan Shearer.

„Við þekkjum öll að Ibrahimovic hefur frábæra hæfileika sem fótboltamaður en persónutöfrarnir hans og hvernig hann ber sig hafa séð til þess að hann er orðinn andlit liðsins út á við,“ skrifar Shearer.

„Það hlýtur að vera stórkostlegt fyrir ungu leikmenn United-liðsins, leikmenn eins og Marcus Rashford, Anthony Martial og Jesse Lingard, að vera í kringum einhvern sem hefur sama hungrið, sömu orkuna og sömu þrá eins og Ibrahimovic,“ skrifar Shearer.

„Þeir geta lært hluti af hinum á vellinum en einnig með því að umgangast hann og æfa með honum á hverjum degi en það er dýrmæt reynsla fyrir þá að kynnast hugarfari hans á æfingum og í klefanum,“ skrifar Shearer.

Alan Shearer spáir því jafnframt að Manchester United reyni að kaupa stórstjörnuframherja til að spila með Zlatan og um leið veita honum smá samkeppni.  Það er hægt að lesa allan pistilinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×