Erlent

Shawshank tréð er fallið

Samúel Karl Ólason skrifar
Eitt þekktasta tré kvikmyndasögunnar er fallið á hliðina. Eikin spilaði veigamikið hlutverk í myndinni Shawshank Redemption frá árinu 1994. Það hefur verið vinsæll ferðamannastaður en hluti trésins féll á hliðina árið 2011 þegar elding klauf það í tvennt.

Svo virðist sem að restin hafi fallið vegna vinds samkvæmt BBC.

Aðdáendur myndarinnar hafa tekið fregnunum illa.

Tréð stóð í Mansfield í Ohio. Í myndinni trúlofaðist Andy Dufresne eiginkonu sinni undir trénu, HÖSKULDARVIÐVÖRUN, og skildi hann eftir pakka fyrir félaga sinn Red við rætur trésins. Með innihaldi pakkans gat Red fundið Andy í Mexíkó.

Tréð má sjá hér að neðan. (1:35) Hafið þó í huga að þetta myndband sýnir enda myndarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×