Fótbolti

Shaw vill yfirgefa United fái hann ekki meiri spilatíma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Luke Shaw var talinn einn efnilegasti varnarmaðurinn á sínum tíma en meiðsli hafa sett strik í feril hans
Luke Shaw var talinn einn efnilegasti varnarmaðurinn á sínum tíma en meiðsli hafa sett strik í feril hans vísir/getty
Luke Shaw mun fara frá Manchester United næsta sumar þegar samningur hans rennur út fái hann ekki meiri spilatíma hjá félaginu. ESPN greinir frá þessu.

United virkjaði klásúlu í samningi Shaw sem heldur Englendingnum hjá félaginu út næsta tímabil. Shaw er í leikmannahópi United sem fer í æfingaferð til Bandaríkjanna í sumar og ætlar sér að verða fyrsta val Jose Mourinho í vinstri bakvarðarstöðuna á komandi tímabili.

Forráðamenn United vilja að Shaw skrifi undir framlengingu á samningi sínum við félagið svo hann geti ekki farið frítt næsta sumar. Félagið borgaði 30 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2014.

Samkvæmt heimildum ESPN ætlar Shaw hins vegar ekki að skrifa undir nýjan samning við United fyrr en hann hefur unnið sér fast sæti í byrjunarliðinu.

Shaw byrjaði aðeins átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var ekki valinn í HM hóp Englendinga. Hann hefur aðeins byrjað 17 af 76 leikjum United í deildinni síðan Mourinho tók við stjórn liðsins árið 2016.


Tengdar fréttir

Sumarplanið hjá Jose Mourinho: Sex út og fimm inn

Það verða hreinsanir á Old Trafford í sumar samkvæmt fréttum í enskum blöðunum og Manchester Evening News telur sig vera komið með sumarplanið hjá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×