Erlent

Sharknado: Hákarl fannst í polli í Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hákarlinn umræddi.
Hákarlinn umræddi.
Ástralskur blaðamaður sem var að kanna eftirmála óveðursins Debbie brá heldur í brún þegar hann kom að stórum hákarli í polli.

Svo virðist sem að Debbie hafi feykt hákarlinum á land en óviðrinu fylgdi gífurlegur vindur og mikil rigning.

Tengdu við Sharknado

Netverjar voru fljótir að tengja atvikið við Sharknado myndirnar, sem eru nú að verða fimm.

Þær fjalla um hákarla sem fjúka upp á land og hrella mannkynið.

Dauður en vinsæll

Þessi hákarl var þó ekki mikið að hrella jarðarbúa, þar sem hann var dauður. Íbúar bæjarins Ayr hafa flykkst að hákarlinum til þess að skoða hann og snerta.

Fimmta á leiðinni

Við látum stiklur fjögurra Sharknado mynda fylgja með hér í fréttinni. Sú fimmta er í vinnslu.

Skemmtilega hallærislegar

Sharknado myndirnar hafa slegið í gegn sem költ B-myndir en þær þykja skemmtilega hallærislegar. Leikararnir Ian Ziering og Tara Reid fara með hlutverk í þeim öllum. Sharknado 5 verður frumsýnd í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×