Sport

Sharapova í Ólympíuliði Rússa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sharapova hefur unnið fimm stórmót á ferlinum.
Sharapova hefur unnið fimm stórmót á ferlinum. vísir/getty
Maria Sharapova hefur verið valin í tennislið Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst þrátt fyrir að hún sé í keppnisbanni vegna lyfjamisferlis.

Alþjóðatennissambandið dæmdi Sharapovu í keppnisbann eftir hún féll á lyfjaprófi sem var tekið á Opna ástralska meistaramótinu í janúar. Efnið meldóníum fannst í sýni hennar.

Óvíst er hversu langt bannið verður en Sharapova hefur verið í tímabundnu banni frá 12. mars.

Þrátt fyrir það vonast rússneska tennissambandið eftir því að mál Sharapovu leysist í þessari viku og hún geti því keppt á Ólympíuleikunum í Ríó.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×