Fótbolti

Shanghai gerir Hulk að launahæsta fótboltamanninum í Kína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hulk var vel fagnað á flugvellinum í Shanghai.
Hulk var vel fagnað á flugvellinum í Shanghai. vísir/getty
Brasilíski framherjinn Hulk er á leiðinni til Shanghai SIPG í kínversku úrvalsdeildinni frá Zenit í Rússlandi.

Félögin hafa komist að samkomulag um kaupverðið á Hulk sem ku vera um 56 milljónir evra.

Hulk fær ágætlega borgað en talið er að árslaun hans hjá Shanghai verði í kringum 20 milljónir evra sem gera hann að launahæsta leikmanni kínversku deildarinnar.

Rúmlega 1000 stuðningsmenn tóku á móti Hulk við komuna til Shanghai í dag en honum var fagnað sem hetju.

Hulk, sem hefur leikið 48 landsleiki fyrir Brasilíu, var fjögur ár í herbúðum Zenit og skoraði 75 mörk í 144 leikjum með liðinu.

Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, er knattspyrnustjóri Shanghai. Liðið er í 4. sæti kínversku deildarinnar með 24 stig, 12 stigum á eftir toppliði Guangzhou Evergrande.


Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Það kvað vera fallegt í Kína

Miklir peningar eru komnir inn í fótboltann í Kína en liðin þar í landi hafa eytt himinháum upphæðum í leikmenn á undanförnum vikum. Kínverjar ætla sér stóra hluti á fótboltasviðinu á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×