Fótbolti

Shakespeare: Vorum að slá út eitt besta lið Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Shakespeare fagnar sigri í kvöld.
Craig Shakespeare fagnar sigri í kvöld. Vísir/Getty
Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, var kátur eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Leicester City vann 2-0 sigur í seinni leiknum á móti Sevilla og þar með 3-2 samanlagt. Nýliðarnir í Meistaradeildinni eru því komnir í hóp átta bestu.

„Leikmennirnir geta verið geysilega stoltir af sér. Við vorum á fullu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við treystum á heppnina á tímabili en liðið sýndi svakalegan karakter,“ sagði Craig Shakespeare við BT Sport eftir leikinn.

„Þessir leikmenn vilja pressa og við erum betra lið þegar við pressum liðin. Hugmyndir var að geta fyrstu fimmtán mínúturnar eins óþægilegar fyrir Sevilla og við gátum,“ sagði Craig Shakespeare.

„Þegar við þurftum á Kasper að halda þá koma hann sterkur inn,“ sagði Craig Shakespeare um Kasper Schmeichel sem varði meðal annars víti frá Sevilla-mönnum alveg eins og í fyrri leiknum.

„Við vorum að slá út eitt besta lið Evrópu að mínu mati. Ferilskráin þeirra sýnir það og við getum verið rosalega stoltir af þessum sigri,“ sagði Craig Shakespeare en hann hefur nú stýrt liðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum sínum sem knattspyrnustjóri.

„Þetta eru bara þrír leikir og við getum alveg hikstað í framhaldinu. Ég get samt notið þessa kvölds,“ sagði Shakespeare.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×