Innlent

SFÚ fagnar fullyrðingu SFS

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fiski landað á Ströndum.
Fiski landað á Ströndum. vísir/stefán
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) fagna fullyrðingu Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), um að skiptaverð fisks í beinum viðskiptum eigi að vera sambærilegt við fiskmarkaðsverð vegna reikniformúlu skiptaverðsins. Ummælin lét hún falla í viðtali við Fréttablaðið í gær.

Í fréttatilkynningu sinni segist SFÚ fagna nýjum upplýsingum. „Þær gefa tilefni til að álykta að engin fyrirstaða geti lengur staðið í vegi þess að gengið verði að hugmyndum SFÚ og kröfum sjómanna um að eitt fiskverð skuli gilda um öll viðskipti með fisk í landinu.“ 

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Þá segir enn fremur að slík breyting myndi höggva á hnútinn í kjaradeilu sjómanna og skapa íslenskum neytendum réttlátara verð á fiski.

Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að talsverður munur væri á skiptaverði í beinum viðskiptum og á markaðsverði. 

Fréttin birtist fyrst á Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill

Svo virðist sem ekkert geti komið í veg fyrir verkfall sjómanna eftir að viðræður sigldu í strand í síðasta mánuði. Samningar lausir í fimm ár. Forgangskrafa sjómanna er að greitt sé markaðsverð fyrir aflann svo sjómenn fái réttan

Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski

Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×