SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikiđ og helmingur mannkyns

 
Erlent
23:25 17. JANÚAR 2016
Frá fátćkrahverfinu Surco í Lima í Perú. Í hverfinu er búiđ ađ reisa 10 metra háan vegg međ gaddavír svo íbúar Surco komist ekki yfir í hverfiđ viđ hliđina á, San Juan Miraflores, ţar sem margt af ríkasta fólki landsins býr.
Frá fátćkrahverfinu Surco í Lima í Perú. Í hverfinu er búiđ ađ reisa 10 metra háan vegg međ gaddavír svo íbúar Surco komist ekki yfir í hverfiđ viđ hliđina á, San Juan Miraflores, ţar sem margt af ríkasta fólki landsins býr. VÍSIR/GETTY

Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eiga 62 ríkustu einstaklingar heimsins jafnmikið nú og helmingur mannkyns sem telur 3,6 milljarða manna.

Í rannsókninni kemur fram að þeir fátækustu eru að verða fátækari en þeir allra ríkustu auka við eignir sínar.

Þannig hefur auður í heiminum aukist um 133 billjónir bandaríkjadala frá aldamótum en eitt prósent þeirra sem eiga mest fyrir hafa tekið til sín 68 billjónir dala af þessari aukningu.


Ţeir ríku verđa ríkari samkvćmt nýrri rannsókn Oxfam um skiptingu auđs í heiminum.
Ţeir ríku verđa ríkari samkvćmt nýrri rannsókn Oxfam um skiptingu auđs í heiminum. VÍSIR/GETTY

Tíu prósent þeirra sem eiga mest tóku aðrar 48 billjónir og þá voru eftir 17 billjónir fyrir 90 prósent mannkyns.

Skýrsla Oxfam um rannsóknina ber heitið „Hagkerfi fyrir eina prósentið.“ Í henni er rakið hvernig þróunin í auðsöfnun í heiminum hefur verið síðustu ár en tölurnar sýna að auðurinn er sífellt að safnast á hendur færri einstaklinga.
 
Þannig áttu 388 manns jafnmikið árið 2010 og helmingur mannkyns. Árið 2014 var fjöldi þeirra ríkustu á móti þeim fátækustu kominn niður í 80 og þeir eru nú eins og áður segir 62 talsins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikiđ og helmingur mannkyns
Fara efst