Erlent

Sextíu fjöldagrafir fundust við leit að nemunum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Fundist hafa sextíu fjöldagrafir í suðurhluta Mexíkó frá því að leit hófst að fjörutíu og þremur kennaranemum í september. Í þeim fundust jarðneskar leifar 129 einstaklinga, að því er segir í opinberum gögnum stjórnvalda sem birt voru í gær.

Talið er líklegt að grafirnar séu enn fleiri. Hvorki tangur né tetur hefur fundist af nemendunum sem hurfu sporlaust í september á síðasta ári. Yfirvöld telja að lögreglan í Guerrero hafi rænt nemunum og afhent eiturlyfjasölum sem hafi myrt þá og brennt.  Spilling er sögð einkenna lögregluna og hafa tugir verið handtekinir vegna málsins.


Tengdar fréttir

Fjöldagröf fannst í Mexíkó

Talið er að þar sé að finna lík 43 nemenda sem hurfu síðustu 27. september síðastliðinn eftir að lögregla réðist að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×