Erlent

Sextán særðir eftir skotárás í New Orleans

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
vísir/epa
Að minnsta kosti sextán eru særðir eftir að til skothríðar kom í almenningsgarði í New Orleans í Bandaríkjunum í nótt. Talsmaður lögreglu segir að lögreglumenn hafi verið á leið á staðinn til þess að róa töluverðan fjölda fólks sem þar var saman kominn þegar skothríðin hófst.

Ekki er enn ljóst hvað olli atvikinu og ekki er heldur ljóst hversu alvarleg meiðsli fólksins eru. Um fimmhundruð manns voru á svæðinu og segja vitni að tveir byssumenn hafi verið að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×