Innlent

Sextán mánuðir á skilorði fyrir fjárdrátt úr sjóðum íslenskra leikara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn dró að sér 15,5 milljónir króna á fjórtán ára tímabili. Millifærði hann á eigin reikninga en einnig reikninga móður og sonar.
Maðurinn dró að sér 15,5 milljónir króna á fjórtán ára tímabili. Millifærði hann á eigin reikninga en einnig reikninga móður og sonar. Vísir/Pjetur/Getty
Stefán Arngrímsson, fyrrverandi stjórnarmaður Söngvarasjóðsins í Reykjavík og lögreglumaður, hefur verið dæmdur í sextán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt úr sjóðum félagsins. Fjárdrátturinn nam tæplega 15,5 milljónum króna og átti sér stað yfir fjórtán ára tímabil.

Vísir greindi fyrst frá málinu á dögunum en Stefáni var vikið úr starfi sem lögreglumaður hjá embættinu á Vestfjörðum þegar gefin var út ákæra á hendur honum. Stefán játaði brot sín skýlaust fyrir dómi en hann hefur ekki áður hlotið refsingu.

Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess, að því er segir í dómnum, að um verulegar fjárhæðir er að ræða og ákærði hefur ekki endurgreitt neinn hluta þeirra. Þá var litið til játningar hans.

Stefán var því dæmdur í sextán mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða Félagi íslenskra leikara, sem Söngvarasjóðurinn heyrir undir, tæplega 15,5 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×