Erlent

Sex þúsund flóttamönnum bjargað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Flóttamennirnir voru ýmist á tré- eða gúmmíbátum.
Flóttamennirnir voru ýmist á tré- eða gúmmíbátum. vísir/epa
Hátt í sex þúsund flóttamönnum var bjargað undan ströndum Líbíu um helgina í sautján aðskildum aðgerðum ítalska og franska sjóhersins. Tíu fundust látnir en óttast er að tala látinna muni hækka.

Mikill fjöldi flóttamanna leggur upp í ferðalag yfir Miðjarðahaf í þeirri von um að öðlast betra líf á þessum tíma árs. Aðstæður til siglinga eru nú góðar en bátarnir eru oftar en ekki illa búnir og því ekki allir sem lifa ferðalagið af. Nú í ár hafa að minnsta kosti 1.750 látið lífið í tilraunum sínum til að komast til Evrópu.

Boðað var til ráðherrafundar hjá Evrópusambandinu í síðasta mánuði vegna ástandsins á Miðjarðarhafi. Var þar tekin ákvörðun um að efla aðgerðir á Miðjarðarhafi ásamt því að þrefalda fjármagn í aðgerðir á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×