Erlent

Sex stungnir með hníf í Gay Pride göngu í Jerúsalem

Atli ísleifsson skrifar
Úr Gay Pride göngunni í Jerúsalem í fyrra.
Úr Gay Pride göngunni í Jerúsalem í fyrra. Vísir/AFP
Sex manns hið minnsta voru stungnir með hníf þegar árásarmaður réðst á þátttakendur í Gay Pride göngunni í Jerúsalem sem fram fór í dag. Tveir eru alvarlega særðir.

Í frétt Haaretz segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og að hann sé strangtrúaður gyðingur. Hann var einn að verki.

Árásin átti sér stað á götunni Keren Hayesod, en eftir árásina tóku skipuleggjendur göngunnar ákvörðun um að henni skyldi áfram haldið.

Um fimm þúsund manns tóku þátt í göngu dagsins.

Ráðist var á þátttakendur Gay Pride göngunnar í Jerúsalem árið 2005 og slapp árásarmaðurinn nýverið úr fangelsi eftir að hafa setið af sér tíu ára dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×