Erlent

Sex rússneskir hermenn féllu í árás ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Ótilgreindur fjöldi hermanna særðist í bardögum við mennina.
Ótilgreindur fjöldi hermanna særðist í bardögum við mennina. Vísir/AFP
Sex rússneskir hermenn féllu í árás vígamanna á herstöð í Téténíu. Allir vígamennirnir, sem voru einnig sex, voru felldir í skotbardögum, en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þjóðvarðlið Rússlands segir mennina hafa ráðist á herstöðina í skjóli mikillar þoku snemma í morgun.

Ótilgreindur fjöldi hermanna særðist í bardögum við mennina. ISIS heldur því fram að bardagarnir hafi staðið yfir í nokkrar klukkustundir.

Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar eru skotbardagar sem þessir tiltölulega sjaldgæfir í Téténíu. Rússar hafa tvisvar sinnum háð stríð við aðskilnaðarsinna á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×