Innlent

Sex ökumenn stöðvaðir undir áhrifum í nótt

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglan handtók tvo menn í miðborg Reykjavíkur í nótt og vistaði í fangageymslu.
Lögreglan handtók tvo menn í miðborg Reykjavíkur í nótt og vistaði í fangageymslu. Vísir/Hari
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði alls fjóra ökumenn í nótt grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna og tvo til viðbótar grunaða um ölvunarakstur. Fjórir þessara ökumanna höfðu einnig verið sviptir ökuréttindum eða ökuréttindi þeirra útrunninn.

Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar. Lögreglan handtók tvo menn í miðborg Reykjavíkur í nótt og vistaði í fangageymslu. Annar þeirra hafði verið í slagsmálum og sló lögreglumann í andlitið áður en hann var handtekinn.

Þá hafði lögregla afskipti af konu í Mjódd um kvöldmatarleytið í gær, sem sögð er hafa verið „í mjög annarlegu ástandi.“ Hún hefur einnig verið vistuð í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×