Innlent

Sex mánaða fangelsi fyrir smygl á 150 grömmum á kókaíni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var tekinn við komuna hingað til lands en hann var með fíkniefnin falin í líkama sínum.
Maðurinn var tekinn við komuna hingað til lands en hann var með fíkniefnin falin í líkama sínum. vísir/anton brink
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þýskan ríkisborgara, Alfredo Santana Garcia, í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla 150,69 grömmum af kókaíni hingað til lands þann 6. desember síðastliðinn. Til frádráttar refsingunni dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 7. desember.

Maðurinn flutti fíkniefnin hingað til lands með flugi frá Berlín en þau var hann með falin í líkama sínum í 15 pakkningum. Fyrir dómi játaði hann brot sitt skýlaust en við ákvörðun refsingar var meðal annars tekið tillit til þess að maðurinn var ekki eigandi fíknefnanna heldur hafi tekið að sér að flytja þau til landsins gegn þóknun.

Dóm héraðsdóms má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×