Innlent

Sex mánaða dómur fyrir flöskuárás á Austur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 2. febrúar í fyrra.
Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 2. febrúar í fyrra. vísir/Pjetur
Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistaðnum Austur í Austurstræti í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 2. febrúar í fyrra.

Sló hann annan mann ítrekað í höfuðið með glerflösku með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut bólgu við vinstra eyra og 3,5 sm langan skurð vinstra megin á hnakka.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi og fór það því ekki í aðalmeðferð. Hann hefur ekki áður hlotið dóm og þótti því ástæða til að skilorðsbinda dóminn. Hann þarf að greiða sakarkostnað málsins og lögmanni sínum, Sveini Andra Sveinssyni, samanlagt um 180 þúsund krónur.

Dóminn má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×