Erlent

Sex létust hið minnsta í Ísrael

Mynd/AP
Að minnsta kosti sex liggja í valnum eftir hryðjuverkaárásirnar í Ísrael í morgun. Um þaulskipulagðar árásir virðist hafa verið að ræða en fyrst létu byssumenn til skarar skríða gegn langferðarbíl í suðurhluta landsins. Skömmu síðar var önnur árás gerð á bifreið á sama svæði.

Talsmaður Ísraelshers segir að nokkrir hafi látist í árásunum en tala látinna liggur ekki fyrir. Þó hefur Reuters fréttastofan eftir sjúkraflutningamönnum á staðnum að sex hafi fallið í það minnsta.  Þeir sem liggja í valnum eru bæði úr röðum óbreyttra borgara og hermenn, en þegar ísraelsk hersveit hóf eftirför eftir árásarmönnunum lentu þeir í fyrirsát.

Fimm munu vera alvarlega slasaðir eftir árásina á bifreiðina og fimm til viðbótar slösuðust í árásinni á rútuna. Talsmaður hersins segir að árásarmennirnir hafi verið afar vel vopnum búnir. Þeir hafi notast við sprengjur og þunga fallbyssu í árásunum. Ísraelsk útvarpsstöð flutti síðan fregnir af sprengingu í borginni Beresheva sem er á sömu slóðum en þær fregnir hafa nú verið bornar til baka. Enn er allt á huldu um hverjir hafi staðið að árásinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×