Innlent

Sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu

Birgir Olgeirsson skrifar
Rýmingarkort af Patreksfirði.
Rýmingarkort af Patreksfirði. Rýmingarkort Patreksfjörður
Sex hús hafa verið rýmd á Patreksfirði eftir að lýst var yfir hættustigi vegna snjóflóða. Var rýmingarreitur 4 á Patreksfirði rýmdur en um er að ræða sex hús sem standa við Urðargötu.

Átján manns búa í þessum sex húsum og fóru fimm þeirra í fjöldahjálparstöð Rauðakrossdeildarinnar á Patreksfirði sem hefur verið komið upp á Fosshótelinu í byggðarlaginu.

Nú er austan bylur á svæðinu með ofankomu og skafrenningi. Spáð er áframhaldandi stormi og að það bæti í snjókomu í kvöld. Staðan verður endurmetin á morgun.


Tengdar fréttir

Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×