Innlent

Sex fæðubótarefni tekin af markaði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ein þeirra vara sem tekin hefur verið af markaði.
Ein þeirra vara sem tekin hefur verið af markaði.
Matvælastofnun hefur innkallað sex tegundir af fæðubótaefnum tafarlaust að kröfu heilbrigðisyfirvalda. Efnin eru ýmist með lyfjavirkni eða B-flokkaðar af Lyfjastofnun. Þau geti því fallið undir lyfjalög.

Samkvæmt eiganda Dedicated þá hafa vörurnar verið teknar úr sölu í verslunum en ekki hefur enn borist dreifingarlisti frá fyrirtækinu. Það var eftir ábendingu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur til kollega sinna á Suðurlandi sem MAST greip til þessara ráða.

Þeir neytendur sem eiga umræddar vöru geta skilað til þeirra verslunar þar sem varan var keypt.

Vörumerki: RenewLife og Gaia Herbs.

Vöruheiti: RenewLife Buddy Bear Gentle Lax, RenewLife Buddy Bear Digest, RenewLife ParaZyme, RenewLife DigestMore Ultra, Gaia Herbs System Support Women´s Balance og Gaia Herbs Fem-Restore Supreme.

Strikamerki: 631257157119, 631257157089, 631257309907, 631257534835, 751063399609 og 751063341400.

Umbúðir: pappaöskjur og plastkrukkur.

Nettómagn: 60 töflur, 60 töflur, 90 hylki, 45 hylki, 20 hylki og 30.

Innflytjandi: Dedicated ehf., Vestmannaeyjum.

Framleiðsluland: Bandaríkin.

Dreifing: Óþekkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×