Viðskipti innlent

Sex bæjarstjórar með yfir 1,1 milljón á mánuði

BBI skrifar
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, er á toppnum.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, er á toppnum.
Bæjarstjóri Garðabæjar trónir á toppnum meðal launahæstu bæjarstjóra landsins með 1.572.711 krónur í laun á mánuði. Þar að auki hefur hann bíl til umráða í embættinu og þiggur greiðslu fyrir setu í einni nefnd upp á 200.000 krónur á ári. Mikið hefur verið rætt um kjör bæjarstjóra í fjölmiðlum síðustu viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um laun og önnur hlunnindi í stærstu sveitarfélögum landsins.

Fast á hæla Garðabæjar kemur bæjarstjóri Kópavogs með 1.496.988 kr. á mánuði. Þar af eru 138.750 kr. hugsaðar sem bifreiðarstyrkur. Í þriðja sæti er svo bæjarstjóri Reykjanesbæjar með 1.260.185 kr. á mánuði en þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk. Borgarstjóri Reykjavíkur hafnar í fjórða sæti með 1.237.104 kr. á mánuði en auk þess kostar borgin bíl fyrir borgarstjóra í embættiserindum. Laun borgarstjóra hafa haldist í hendur við laun forsætisráðherra undanfarið.

Samanburður á sex launahæstu bæjarstjórunum.Mynd/visir.is
Í meðfylgjandi súluriti koma fram heildartekjur launahæstu bæjarstjóranna. Í tveimur sveitarfélögum, Reykjanesbæ og Kópavogi, eru hluti greiðslunnar í formi bifreiðarstyrks. Önnur sveitarfélög, s.s. Reykjavík, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes kosta bifreið fyrir bæjarstjórann til viðbótar við tölurnar sem hér koma fram.

Fréttin er byggð á tölum frá sveitarfélögunum sjálfum.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir laun stjórnenda í nokkrum sveitarfélögum.

Reykjavík: 1.237.104 kr.

Garðabær: 1.572.711 kr.

Seltjarnarnes: 1.140.213 kr.

Reykjanesbær: 1.260.185 kr. Þar af eru 205.500 kr. í bifreiðarstyrk.

Egilstaðir: 1.010.974 kr.

Kópavogur: 1.496.988 kr. Þar af eru 138.750 kr. í bifreiðarstyrk

Mosfellsbær: 1.149.612 kr.

Akureyri: 1.033.266 kr.

Hafnarfjörður: 1.089.990 kr. Þar af eru 29.748 í bifreiðarstyrk

Borgarbyggð: 814.027 kr.

Norðurþing: 926.930 kr.

Fjarðabyggð: 1.025.038 kr.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×