Fótbolti

Sevilla í góðum málum fyrir seinni leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sevilla-menn eru í fínum málum fyrir seinni leikinn.
Sevilla-menn eru í fínum málum fyrir seinni leikinn. vísir/afp
Sevilla náði í góð úrslit í Úkraínu í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Shakhtar Donetsk í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Sevilla hefur unnið þessa keppni undanfarin tvö ár og er í góðri stöðu til að komast í úrslitaleikinn í ár.

Vitolo kom Sevilla yfir strax á 6. mínútu en Marlos jafnaði metin fyrir Shakhtar á þeirri 23.

Taras Stepanenko kom Shakhtar svo í 2-1 á 36. mínútu og þannig var staðan í hálfleik og allt fram á 82. mínútu þegar gestirnir fengu vítaspyrnu. Franski framherjinn Kevin Gameiro fór á punktinn og jafnaði metin.

Fleiri urðu mörkin ekki og 2-2 jafntefli staðreynd. Liðin mætast öðru sinni í Sevilla eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×