Sport

Settur á bekkinn fyrir að mæta ekki með bindi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cam Newton er ekki mikill bindismaður.
Cam Newton er ekki mikill bindismaður. vísir/getty
Þeir sem horfðu á leik Seattle Seahawks og Carolina Panthers í ráku upp stór augu er þeir sáu að leikstjórnandi Panthers, Cam Newton, byrjaði á bekknum.

Tíðindin komu öllum í opna skjöldu og líka þeim sem lýstu leiknum. Þeir höfðu ekki hugmynd um að Cam ætti að byrja á leiknum.

Fljótlega kom ástæðan þó í ljós. Þetta var agarefsing hjá Ron Rivera, þjálfara félagsins. Cam mætti nefnilega ekki í leikinn með bindi eins og leikmenn eru skikkaðir til að gera.

Derek Anderson var því settur inn í fyrsta kerfi leiksins. Það kerfi klúðraðist algjörlega. Slök sending af stuttu færi hjá Anderson. Félagi hans náði ekki að grípa boltann sem fór beint upp í loftið og Seattle stal boltanum.





Anderson fór rakleitt á bekkinn og Cam kom inn. Það breytti reyndar engu því Seattle valtaði yfir Carolina, 40-7, í leiknum.

Cam var valinn besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili en er að eiga sitt slakasta tímabil á ferlinum núna. Liðið er ekki á leið í úrslitakeppnina þess utan.

NFL

Tengdar fréttir

Brady sá sigursælasti frá upphafi

Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×