Erlent

Settu heimsmet í hópfallhlífastökki | Myndband

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
164 manns héldu þessu í örfáar sekúndur. Það er heimsmet.
164 manns héldu þessu í örfáar sekúndur. Það er heimsmet. mynd/skjáskot
164 fallhlífastökkvarar settu fyrir helgina heimsmet er þeir bjuggu til fjölmennasta manngerða form í frjálsu falli. Myndband frá því má sjá hér í fréttinni.

Stökkið átti sér stað yfir Illinois í og náði fólkið mest 390 kílómetra hraða á klukkustund í frjálsu falli. Alls þurfti þrettán tilraunir til að bæta fyrra heimsmet en það var sett árið 2012 af 138 manns.

Aðeins náði að halda forminu, sem minnir nokkuð á stórt blóm, í örfáar sekúndur áður en fólkið þurfti að losa takið á hvert öðru og opna fallhlífar sínar. Fjöldi manns tók þátt í undirbúningsbúðum fyrir metið og sátu nokkrir heima með sárt ennið þar sem þeir komust ekki í gegn um nálaraugað til að mega taka þátt. Sjö flugvélar þurfti til að ferja fólkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×