Bíó og sjónvarp

Setti heimsmet í lengd kjánapriks

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjálfan sem um ræðir.
Sjálfan sem um ræðir. Mynd/Twitter
Leikarinn Ben Stiller setti í gær heimsmet í lengd kjánapriks, eins og Íslendingar kalla selfiestick, við frumsýningu myndarinnar Zoolander 2. Lengd priksins var 8,56 metrar og fékk hann sérstaka viðurkenningu á heimsmetinu frá Guinness World Records.

Stiller tók við viðurkenningu frá Guinness World Records.Vísir/Getty
Fimmtán ár eru liðin frá útgáfu fyrri myndarinnar um ofurmódelið Derek Zoolander og að þessu sinni þarf hann aftur að etja kappi við Jacobim Mugatu, sem leikinn er af Will Ferrell. Auðvitað kemur Hansel, sem er svo heitur um þessar mundir, honum til hjálpar sem áður.

Frumsýning myndarinnar fór fram í London, en myndin verður sýnd hér heima seinna í mánuðinum.

Sjálfur segir Ben Stiller að myndatakan hafi verið hættulegri en hún líti út fyrir að hafa verið. Þá má sjá á myndböndum að hún reyndist leikaranum ekki auðeld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×