Viðskipti innlent

Sesselía ráðin markaðsstjóri Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Sesselía hefur verið búsett í Svíþjóð undanfarin 10 ár.
Sesselía hefur verið búsett í Svíþjóð undanfarin 10 ár. Mynd/Advania
Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Advania og hóf hún störf í byrjun mánaðarins.

Sesselía hefur að undanförnu starfað sem stjórnandi hjá Red Apple Apartments, alþjóðlegri leigumiðlun sem hún er einn stofnenda að.

Í tilkynningu frá Advania segir að í starfi sínu þar hafi Sesselía borið ábyrgð á markaðsmálum fyrirtækisins og ímyndauppbyggingu.

„Áður var Sesselía markaðsráðgjafi hjá almanntengslafyrirtækinu Eflir, hún starfaði við sölu og markaðsmál hjá útgáfufyrirtækjunum Veröld, Eddu, Vöku Helgafelli og Iceland Review.

Sesselía hefur verið búsett í Svíþjóð undanfarin 10 ár. Auk þess að stofna Red Apple Apartments sótti Sesselía sér tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annarsvegar í stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingarmiðlun og breytingar, og hinsvegar í alþjóða markaðsfræðum og vörumerkjastjórnun,“ segir í tilkynningunni.

„Við erum spennt að fá Sesselíu til starfa enda hefur hún unnið mikið og flott starf á sínum ferli“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

Sesselía segir Advania vera stórmerkilegt fyrirtæki og lausnasafn þess spanni upplýsingatækni frá A til Ö. „Verkefnin framundan verða eins fjölbreytt og þau eru mörg, og það þýðir bara að það verður virkilega skemmtilegt að fást við markaðssetningu og uppbyggingu allra þeirra ólíku lausna sem fyrirtækið býður upp á.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×