Innlent

Sérþekking var sótt til verktaka

Linda Blöndal skrifar
Embætti sérstaks saksóknara greiddi rúmlega 640 milljónir króna í greiðslur til verktaka frá árinu 2009 til október í ár.

Starfa enn fyrir embættið

Sigurður Tómas Magnússon lagaprófessor fékk af einstaklingum hæstu greiðslurnar í heild á tímabilinu eða 51,4 milljónir króna fyrir lögfræðiráðgjöf hjá Sérstökum saksóknara. Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri fékk næst mest, 18,3 milljónir króna, fyrir lögfræðiráðgjöf og greitt í fimm ár í röð þrátt fyrir að vera á sama tíma í fullu starfi hjá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu.

Sigurður og Jón starfa enn sem verktakar fyrir sérstakan saksóknara.

Sérstök þekking Jóns HB

Ólafur Þór sagði aðspurður að Jón HB hefði þekkingu sem fyrrverandi saksóknari í stórum efnahagsbrotamálum og því ráðinn þótt margir löglærðir menn vinni hjá embættinu. Um laun Sigurðar Tómasar sagði hann telja það hefði verið dýrara að hafa hann á launaskrá en ekki hefði verið séð fyrir hversu mikla vinnu eða hve lengi Sigurður þyrfti að vinna fyrir embættið.

Jón H.B. Snorrason var saksóknari í Baugsmálinu fyrir dómstólum en flestum ákæruliðum var vísað frá árið 2005. Hann sagði í dag við Viðskiptablaðið að hann hefði unnið fyrir verktakalaununum á kvöldin og um helgar meðfram fullu starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×