Bíó og sjónvarp

Sérstök styrktarsýning á Everest í september

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin byggir á sannsögulegum atburðum sem urðu á Everest árið 1996.
Myndin byggir á sannsögulegum atburðum sem urðu á Everest árið 1996.
Haldin verður sérstök styrktarsýning hér á landi á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. Sýningin verður í Laugarásbíó þann 16. september klukkan 19 og mun allur ágóði af sýningunni renna í styrktarsjóð fyrir Nepal.

Sjóðurinn er ætlaður til enduruppbyggingar í landinu eftir jarðskjálftann sem þar reið yfir á árinu en Everest er að hluta til tekin í Nepal.

Myndin byggir á sannsögulegum atburðum sem urðu á Everest árið 1996. Í aðalhlutverkum eru meðal annars stórstjörnurnar Josh Brolin, Jake Gyllenhaal og Keira Knightley.

Sýningin verður sú fyrsta sem haldin verður hér á landi og fá gestir frítt popp og kók ásamt glaðningi frá 66°Norður. Miðaverð er 3000 krónur og má nálgast miða á styrktarsýninguna á midi.is eða í miðasölu Laugarásbíó.

Everest verður svo frumsýnd um allan heim þann 18. september.

Hér að neðan má sjá sýnishorn úr myndinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×