Innlent

Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu

Erla Hlynsdóttir skrifar
Ólafur Hauksson vill ekkert tjá sig um málið þar til hann hefur kynnt sér forsendur dómsins
Ólafur Hauksson vill ekkert tjá sig um málið þar til hann hefur kynnt sér forsendur dómsins
Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“

Hann segir þetta vera niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða.

Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi.

Saksóknari segir að það sé í höndum ríkissaksóknara að ákveða hvort að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði.


Tengdar fréttir

Dómur í Exeter málinu í dag

Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×