Innlent

Sérstakt umferðareftirlit í miðborginni um helgina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan minnir jafnframt á að mikilvægi þess að ljósabúnaður ökutækja sé alltaf í lagi.
Lögreglan minnir jafnframt á að mikilvægi þess að ljósabúnaður ökutækja sé alltaf í lagi. Vísir/Hari
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með sérstakt umferðareftirlit í miðborginni um helgina og stöðvaði hátt í 300 ökumenn.

Tveir voru teknir fyrir að vera ölvaðir undir stýri og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Tveimur til viðbótar sem neytt höfðu áfengis var gert að hætta akstri en þeir voru undir refsimörkum.

Að auki voru níu aðrir teknir fyrir ölvunar-og fíkniefnaakstur í umdæminu.

Þrjátíu ökumenn voru svo stöðvaðir vegna þess að ljósbúnaður ökutækja var ekki fullnægjandi. Ljós vantaði ýmist að framan eða aftan og hvetur lögreglan ökumenn til að huga sérstaklega að ljósbúnaði. Mikilvægt er að hann sé alltaf í lagi og ekki síst í skammdeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×