Körfubolti

Sérstakar myndavélar taka upp NBA-leiki fyrir snjallsímana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
NBA-deildin í körfubolta er afar dugleg að nýta sér tækninýjungar og menn þar á bæ leggja mikinn metnað að vera í farabroddi þegar kemur að allskyns tækjum og græjum.

Gott dæmi um það eru eru útsendingar NBA frá leikjum sínum á komandi tímabili. NBA ætlar nefnilega að bregðast við því að margir horfa nú á NBA-leiki í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvur.

Yfir 70 prósent áskrifenda af NBA League Pass fylgjast með leikjunum þar í gegnum snjalltækin sín. Fyrir vikið munu þeir fá sérstaka þjónustu á tímabilinu sem hefst í nótt.

Hugmyndin er að vera með sérstakar myndavélar sem taka upp leikinn en verða með mun þrengra sjónarhorn. Það ætti að auðvelda þeim sem horfa á leikinn á minni skjáum því myndavélin fylgir boltanum og þeim sem er með hann.

Þessar sérstöku myndavélar verða við hlið þeirra sem taka upp hina venjulegu sjónvarpsútsendingu. Þeir sem senda út leikinn geta nýtt sér þessar sérstöku myndavélar en munu annars halda sig við sínar vanalegu vélar.

Áskrifendur NBA League Pass geta síðan valið á milli þess hvort þeir fylgjast með leiknum  með venjulegum hætti eða nýta sér nýja sjónarhornið. Það er hægt að lesa meira um þessa nýjung hér.

NBA MOBILE VIEW - A SIDE-BY-SIDE COMPARISON from Turner Sports on Vimeo.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×