Sport

Serena Williams og Sharapova mætast í úrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Serena Williams og Maria Sharapova.
Serena Williams og Maria Sharapova. Vísir/Getty
Það verður einvígi á milli Bandaríkjanna og Rússlands í úrslitaleik í einliðaleik kvenna á opna ástralska mótinu í tennis en þær Serena Williams og Maria Sharapova tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í nótt.

Serena Williams er efst á heimslistanum og hún komst í úrslitaleikinn með því að vinna bandaríska löndu sína Madison Keys 7-6 (7-5) og 6-2. Maria Sharapova er í öðru sæti á heimslistanum en hún vann löndu sína Ekaterina Makarova 6-3 6-2.

Serena Williams hefur haft mjög gott tak á Mariu Sharapova en hún er búinn að vinna sextán af átján leikjum þeirra og hefur ekki tapað fyrir Sharapovu síðan 2004. Sharapovu hefur nú tapað fimmtán leikjum í röð fyrir Serenu Willams á síðasta áratug.

Serena Williams hefur unnið opna ástralska mótið fimm sinnum þar á meðal árið 2007 eftir að hafa unnið Mariu Sharapovu í úrslitaleik. Það eru hinsvegar liðin fimm ár síðan að Williams vann ástralska mótið. Maria Sharapova vann það í fyrsta og eina skiptið árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×