Sport

Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Serena Williams trúir varla að hún sé kominn með átján risatitla.
Serena Williams trúir varla að hún sé kominn með átján risatitla. vísir/getty
Serena Williams átti ekki í teljandi vandræðum með að leggja bestu vinkonu sína á ATP-mótaröðinni, hina dönsku CarolineWozniacki, í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis í kvöld.

Serena vann í tveimur settum; 6-3 og 6-3, en þetta er í þriðja sinn sem hún fagnar sigri í New York. Hún vann sinn fyrsta risatitil á sama móti fyrir fimmtán árum síðan.

Þetta er 18. risatitilinn sem Serena Williams vinnur á ferlinum, en með því jafnaði hún við goðsgögnina Martinu Navrativu. SteffiGraf hefur unnið þá felsta eða 22 talsins.

Það verður því einhver bið á því að hin 24 ára gamla Caroline Wozniacki vinni sinn fyrsta risatitil, en þetta var í annað skiptið sem hún kemst í úrslit á opna bandaríska.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×