Sport

Serena loksins orðin launahæsta íþróttakona heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Serena Williams.
Serena Williams. vísir/getty
Þó svo Serena Williams hafi tapað úrslitaleiknum á Opna franska meistaramótinu í tennis þá náði hún samt stórum áfanga.

Forbes hefur nefnilega staðfest að hún sé orðin launahæsta íþróttakona heims. Hún hefur rutt stöllu sinni, Mariu Sharapovu, úr toppsætinu.

Serena þénaði 3,5 milljarða króna á síðustu tólf mánuðum. Ekkert hægt að kvarta yfir því.

Sharapova hefur verið á toppi þessa lista í ellefu ár en hún tapaði stórum styrktaraðilum eftir að hún féll á lyfjaprófi.

Hún var með 2,6 milljarða í laun á árinu og með tæpan milljarð minna en árinu áður.

Kvennatennis er gríðarlega vinsæll og á topp tíu listanum eru átta tenniskonur.

Bardagakonan Ronda Rousey er í þriðja sæti listans og kappakstursökumaðurinn Danica Patrick kemur svo í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×