Sport

Serena í sögubækurnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Serena í leiknum sögulega í nótt.
Serena í leiknum sögulega í nótt.
Besta tenniskona allra tíma, Serena Williams, skráði sig enn á ný í sögubækurnar í nótt.

Þá komst hún auðveldlega í átta manna úrslit á US Open. Hún lagði þá Yaroslava Shvedova frá Kasakstan í tveim settum, 6-2 og 6-3.

Serena er þar með búin að vinna 308 leiki á risamótum. Fleiri en nokkur annar tenniskappi í sögunni í bæði karla- og kvennaflokki.

Roger Federer átti metið en Serena hefur nú siglt fram úr honum.

„308 er rosalega mikið. Stór tala. Mér finnst þetta mjög merkilegt og ég átti ekki von á því að ná þessu meti. Ég hélt ég myndi ekki spila svona lengi og ég hef ekki einu sinni hugmynd um hvenær ég mun hætta,“ sagði Serena.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×