Sport

Serena: Ég mun ekki þegja um lögregluofbeldi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Serena Williams.
Serena Williams. vísir/getty
Serena Williams hefur nú stigið fram og tjáð sig um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum.

Þessi stærsta tennisstjarna heims segist hafa orðið hrædd er hún var að keyra um með 18 ára frænda sínum um daginn. Þá hafi hún farið að hugsa um kærasta konu sem hafi verið skotinn af lögreglunni.

„Allt í einu mundi ég eftir þessu hryllilega myndbandi og ég fór að sjá eftir því að hafa ekki keyrt sjálf. Ég myndi aldrei fyrirgefa sjálfri mér ef eitthvað kæmi fyrir frænda minn. Hann er svo saklaus eins og allir hinir,“ skrifaði Serena á Facebook.

„Ég trúi því að allir séu ekki vondir. Það eru aðeins þeir sem eru vitlausir, ómenntaðir, hræddir og skynja ekki hvað þeir gera milljónum manna með aðgerðum sínum.

„Af hverju þarf ég yfir höfuð að hugsa um svona hluti árið 2016? Höfum við ekki gengið í gegnum nóg? Ég fór svo að spá í hvort ég hafi eitthvað tjáð mig og lagt mitt af mörkum. Eins og Dr. Martin Luther King sagði: „Það munu koma tímar þar sem að þögnin er sama og svik.“ Ég mun ekki þegja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×