Fótbolti

Serbía vann 3-0 en fær engin stig og þarf að spila fyrir luktum dyrum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stefan Mitrovic tekur niður fánann af drónanum.
Stefan Mitrovic tekur niður fánann af drónanum. vísir/afp
Serbía þarf að spila næstu tvo leiki sína fyrir luktum dyrum vegna látanna á dróna-leiknum fræga í undankeppni EM 2016 gegn Albaníu á dögunum.

Dróni með fána Albanía flaug yfir völlinn og varð allt vitlaust þegar StefanMitrovic, miðvörður Serbíu, reif niður albanska fánann.

Leikmenn Albaníu réðust að miðverðinum og fleiri leikmönnum Serbíu, en þá vildu stuðningsmenn Serbana taka þátt í vitleysunni og hlupu sumir þeirra inn á völlinn.

Martin Atkinson, enskur dómari leiksins, flautaði hann af því ekki var hægt að halda áfram vegna látanna á vellinum og ofbeldis.

Aga- og úrskurðarnefnd UEFA sektaði bæði knattspyrnusamböndin og 100.000 evrur, en dæmdi Serbum 3-0 sigur í leiknum. Serbar fá aftur á móti ekki stigin fyrir sigurinn því í refsiskyni voru þrjú stig dregin af þeim.

Albanska knattspyrnusambandið er brjálað vegna þessa dóms og er talið ætla að áfrýja líkt og það serbneska, að því fram kemur á vef Guardian.

Albanir eru með fjögur stig í öðru sæti I-riðils en Serbar með eitt stig í næst neðsta sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×